Heim Velkomin Staðfesta komu Viðburðir Ferðalag Hótel Svæðið Öryggi Hafa samband Gjafalistar ENGLISH
Ferðamöguleikar
Þar sem það getur verið vandasamt að ferðast frá Íslandi og annarsstaðar í Evrópu til Dayton þá viljum við gefa ykkur ráðleggingar á bestu ferðamöguleikunum. Valkostirnir hér að neðan eru eingöngu ráðleggingar. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þið hafið frekari spurningar og við munum reyna að hjálpa ykkur eins og við getum!
Flug frá Íslandi til Dayton, Ohio - Valkostur #1
Stysta og beinasta leiðin til Dayton, Ohio er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Newark Liberty International Airport (EWR) til Dayton International Airport (DAY). Þessi valkostur hefur fæst möguleg flug (2) og kemur ykkur beint til Dayton.
Flug frá Íslandi til Columbus, Ohio - Valkostur #2
Valkostur númer 2 inniheldur smá keyrslu. Það eru margir möguleikar í boði sem bjóða upp á 2-3 flug á milli Íslands og Columbus, Ohio. Þið fljúgið þá til Columbus International Airport (CMH) og þegar þangað er komið tekur við keyrsla í 1 klukkutíma og 15 mínútur til Dayton. Kosturinn við að fljúga til Columbus frekar en Dayton er sá að mögulega geta flug þangað verið ódýrari en ef flogið er til Dayton. Einnig er hægt að fara svipaða leið með því að fljúga til Cincinnati/Northern Kentucky Airport (CVG) og keyra í 1 klukkutíma og 15 mínútur til Dayton.
Flug frá Íslandi til Boston, Massachusetts - Valkostur #3
Ferðaráðlegging Lofts fyrir ævintýragjarna brúðkaupsgesti
Þessi valkostur er fyrir brúðkaupsgesti sem vilja vera í borgum, versla og fara í skemmtigarða! Boston er vinsæll ferðamannastaður fyrir Íslendinga og þessi valkostur er fyrir þá sem vilja upplifa smá bílaferðalag. Loftur mælir með að fljúga frá Keflavíkurflugvelli til Boston Logan International Airport (BOS) og gista í 1-2 nætur í Boston og leggja síðan í 14+ klukkutíma keyrslu til Dayton. Á ferðalaginu mælir Loftur með að stoppa hjá Niagara fossum, Rock and Roll safninu í Cleveland, Ohio, Cedar Point skemmtigarðinum í Sandusky, Ohio og enda síðan í Dayton. Hér má sjá eftirfarandi leið á korti: http://bit.ly/1cXMxjv Við mælum með að dvelja eina nótt í Sandusky til að geta átt heilan dag í rússíbönunum í Cedar Point skemmtigarðinum.
Flug frá Íslandi til Washington DC - Valkostur #4
Ferðaráðlegging Heather fyrir ævintýragjarna brúðkaupsgesti
Þessi valkostur er fyrir brúðkaupsgesti sem hafa áhuga á sögutengdum stöðum og að heimsækja þjóðgarða. Heather mælir með að fljúga frá Keflavíkurflugvelli til Dulles International Airport (IAD) og dvelja 1-2 nætur í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. Þar er hægt að skoða mörg þekkt kennileiti og söfn. Heather mælir með að stoppa í Shenandoah þjóðgarðinum á leiðinni til Dayton. Skyline Drive (http://www.nps.gov/shen/planyourvisit/driving-skyline-drive.htm) í Shenandoah þjóðgarðinum er afar falleg keyrsla og fullkomin að sumri til. Möguleiki er að tjalda þar í 1-2 nætur á leiðinni til Dayton. Hér má sjá eftirfarandi leið á korti: http://bit.ly/1erBdNT Þessi leið tekur u.þ.b. 11+ tíma í keyrslu.